Enn ein Plug N’ Play taflan að líta dagsins ljós hjá okkur. Viðskiptavinir eru í auknu mæli farnir að nýta sér þá þjónustu að fá þessar töflur tilbúnar í hendurnar ásamt nákvæmri tengiteikningu. Áður er búnaður er sendur úr húsi er hann stilltur fyrir þarfir viðskiptavinar. Það er algjör óþarfi að vera að finna upp hjólið, láta frekar fagmann um að setja þetta upp og ganga smekklega og tryggilega frá.