25.6V LifePo4 + LYNX + MultiPlus-II kerfi í húsbíl
Nýlega kom til okkar maður sem ætlar að fara að ferðast um heiminn á Ford Transit sem hann er að innrétta.
Hann var að leita að rafkerfi til að vera alveg sjálfbær á rafmagn og við teiknuðum upp og smíðuðum svo þetta frábæra Victron kerfi í bílinn hans.
Þetta kerfi getur afhent 5kWst af fullhlöðnum LifePo4 rafgeyminum og svo er hann hlaðinn upp með tveimur settum af sólarsellum, frá alternator bílsins og hægt er að stinga bílnum í landrafmagn og hlaða þá inn á 120 amperum á 24 voltum!
Búnaðarlisti:
* Victron MultiPlus ll 24/5000va/120amp
* Victron Lithium 25.6v – 200ah
* Victron Lynx Power In 1000
* Victron Lynx Smart BMS 500
* Victron Lynx Distributor 1000
* Victron Cerbo GX
* Victron GX Touch 50
* Victron Orion-Tr Smart 12/24-15 isolated DC-DC charger
* Victron Orion-Tr Smart 24/12-20 isolated DC-DC converter
* Victron SmartSolar MPPT 100/30
* Victron SmartSolar MPPT 75/15
* Victron Smart Battery Protect 12/24/100a
Hérna má sjá töfluna tilbúna til ísetningar í bílnum, við verðum svo með fleiri myndir þegar bíllinn kemur til okkar í ísetningu!
Eins og alltaf, ekki hika við að kíkja á okkur eða heyra í okkur til að fræðast betur og fá upplýsingar um hvernig kerfi gæti hentað í þínu tilviki.