Sólarsellur eða ljósspennurafhlöð (e.photovoltaic cells) eru búnaður sem breyta sólarljósi (ljósorku) yfir í raforku með hjálp hálfleiðara. Í kristöllum hálfleiðara er að finna rafeindir sem gleypa ljóseindir sólargeislanna við rétt skilyrði og mynda rafstraum.
Sólarsella eins og tíðkast hefur að kalla þær á íslensku, eru í raun og veru samsettar úr mörgum litlum ljósspennurafhlöðum þar sem eitt ljósspennurafhlað í opinni rás getur að hámarki myndað 0,5-0,6 volta spennu. Hér má sá mynd af stöku ljósspennurafhlaði.