Hvað eru sólarsellur, sólarrafhlöður, ljósspennurafhlöð?

Sólarsellur eða ljósspennurafhlöð (e.photovoltaic cells) eru búnaður sem breyta sólarljósi (ljósorku) yfir í raforku með hjálp hálfleiðara. Í kristöllum hálfleiðara er að finna rafeindir sem gleypa ljóseindir sólargeislanna við rétt skilyrði og mynda rafstraum.
Sólarsella eins og tíðkast hefur að kalla þær á íslensku, eru í raun og veru samsettar úr mörgum litlum ljósspennurafhlöðum þar sem eitt ljósspennurafhlað í opinni rás getur að hámarki myndað 0,5-0,6 volta spennu. Hér má sá mynd af stöku ljósspennurafhlaði.

 

Ljósspennurafhlað

Sólarsella samanstendur af mörgum svona sem eru bæði hlið og raðtengd

Sólarsella (e. solar panel) er oftast samsett úr hliðtengdum seríum af ljósspennurafhlöðum til þess að mynda hærri nýtanlegri spennu.Hefbundin spenna í opinni sólarsellurás er frá 21.6v – 43.2v  en það fer að sjálfsögðu eftir stærð panelsins sem ljósspennurafhlöðunum er raðað á og hvernig þeir eru innbyrgðis tengdir.

Stærð sólarsellu er gefin upp í wöttum og voltum. Við val á sólarsellu þarf að huga að báðum tölum því að það gengur augljóslega ekki að vera með minni spennu heldur en kerfið sem á að tengja sólarselluna við, aftur á móti er í góðu lagi að spennan (voltin) séu hærri því það er hlutverk sólarsellustýringarinnar að umbreyta spennunni í straum (A). Þó verður að passa að Voc fari ekki yfir það sem sólarsellustýringin er gefin upp fyrir.

Sólarsella

215w 24v sólarsella með 72 ljósspennurafhlöð) Hér eru 31 hlöð raðtengd og mynda par sem er svo hliðtengt til þess að fá 24v. Voc 31 x 0,6v = 21,6v