Þriggja fasa hús með sólarorku
NetBerg kláraði nýlega uppsetningu á þriggja fasa kerfi fyrir hús sem er ekki tengt raforkunetinu. ⚡️
Með þessari uppsetningu er húsið eins og hvert annað heimili með næga orku í boði fyrir öll helstu tækin.
Húsið er kynnt með mjög sparneytinni varmadælu. 🌞
Raforka inn á þetta kerfi er framleidd með sólarsellum og stórri dísel rafstöð sem fer örsjaldan í gang ef sólarorkan er ekki næg og hleður batteríin upp á skömmum tíma.
Í þetta kerfi var notaður eftirfarandi búnaður:
3x Victron MultiPlus-II 48/5000
Victron SmartSolar MPPT 250/100
Victron Lynx DC dreifiskinnur
Victron Cerbo + Touch skjár
2x NetBerg 48v 200Ah rafgeymabanki – 20 kWst af orku þar.
Himoinsa 16kW þriggja fasa rafstöð
Svo allskonar töflubúnaður og skemmtilegt dót í kringum þetta 🙂