Mikilvægt er að vera með appið fyrir rafgeymana í símanum þegar verið er að nota LiFePO4 rafgeymana því þeir geta slökkt á hleðslu og/eða afhleðslu ef þeim er misboðið á einhvern hátt.
Einnig er hægt að sjá stöðuna á hleðslunni á þeim.
Hér að neðan eru slóðir á öpp fyrir bæði Android og iPhone.
Passa þarf að kveikt sé á bæði Charge og Discharge í appinu svo rafgeymirinn virki eðlilega.
Öpp sem hægt er að nota til að tengjast rafgeymum frá NetBerg:
Android:
https://play.google.com/store/apps/details?id=com.bms.grenergy
https://play.google.com/store/apps/details?id=com.jiabaida.little_elephant
iPhone:
https://apps.apple.com/us/app/xiaoxiangelectric/id1576622653
Handbók fyrir rafgeyma ( á ensku )
Vetrargeymsla – Mikilvægt
Mikilvægt er að geyma LiFePO4 rafgeyma við ákveðin skilyrði til að koma í veg fyrir að þeir verði alveg afhlaðnir og skemmist í vetrargeymslu.
Við mælum með því að fólk hafi rafgeymana fullhlaðna þegar þeir fara í geymslu og aftengi annað hvort + eða – pólinn af rafgeyminum svo það leki ekkert út af þeim.
Ef það er ekki hægt að aftengja annan pólinn af rafgeyminum þá er nauðsynlegt að fara inn í appið og slökkva á „Discharge“ takkanum en passa sig á því að slökkva alls ekki á „Charge“ takkanum.
Ekki sakar ef hægt er að hlaða þá 2-3 sinnum yfir veturinn og halda þeim í góðri hleðslu.
Einnig er hægt að koma með rafgeyma og geyma þá hjá okkur á Fosshálsi 27.