Enn ein Plug N’ Play taflan að líta dagsins ljós hjá okkur. Viðskiptavinir eru í auknu mæli farnir að nýta sér þá þjónustu að fá þessar töflur tilbúnar í hendurnar ásamt nákvæmri tengiteikningu. Áður er búnaður er sendur úr húsi er hann stilltur fyrir þarfir viðskiptavinar. Það er algjör óþarfi að vera að finna upp hjólið, láta frekar fagmann um að setja þetta upp og ganga smekklega og tryggilega frá.
Bláorka er með mikið magn af raforkubönkum og rafgeymum á lager, endilega kíktu á úrvalið í vefversluninni eða kíktu á okkur á Fosshálsi 27.

NetBerg hefur ákveðið að breyta um nafn og mun félagið heita Bláorka héðan í frá.
Nafnabreytingin mun styðja við þá vegferð sem fyrirtækið er á, sólarorka og raforkulausnir í kringum sjálfbærni á Íslandi.
Verkstæði Bláorku mun áfram vera rekið undir NetBerg nafninu sem dótturfélag Bláorku.
Bæði verslun og verkstæði eru áfram til húsa á Fosshálsi 27, verslunin er þó flutt á nýjan stað í húsinu.
Þar verður verslunin mun stærri og vöruúrvalið meira.

NetBerg kláraði nýlega uppsetningu á þriggja fasa kerfi fyrir hús sem er ekki tengt raforkunetinu. ⚡️
Með þessari uppsetningu er húsið eins og hvert annað heimili með næga orku í boði fyrir öll helstu tækin.
Húsið er kynnt með mjög sparneytinni varmadælu. 🌞
Raforka inn á þetta kerfi er framleidd með sólarsellum og stórri dísel rafstöð sem fer örsjaldan í gang ef sólarorkan er ekki næg og hleður batteríin upp á skömmum tíma.
Í þetta kerfi var notaður eftirfarandi búnaður:
3x Victron MultiPlus-II 48/5000
Victron SmartSolar MPPT 250/100
Victron Lynx DC dreifiskinnur
Victron Cerbo + Touch skjár
2x NetBerg 48v 200Ah rafgeymabanki – 20 kWst af orku þar.
Himoinsa 16kW þriggja fasa rafstöð
Svo allskonar töflubúnaður og skemmtilegt dót í kringum þetta 🙂





Nýlega þá hafði Míla samband við okkur til að forvitnast um lausnir til að minnka olíunotkun og forgangsraða grænni orku.
Við vorum nú meira en tilbúin í svoleiðis lausn og settum upp pakka með eftirfarandi búnaði:
- Victron MultiPlus-II 48/5000
- Victron MPPT sólarsellustýring
- 2x Victron SmartShunt – til að mæla orku frá vindmyllum
- Victron Cerbo GX – tölva sem tengir allt saman og heldur utan um upplýsingar um notkun og framleiðslu í kerfinu
- NetBerg LiFePO4 51.2v 200Ah rafgeymir
Kerfið virkar þannig að það fylgist með stöðunni á LiFePO4 rafgeyminum og setur rafstöðina bara í gang þegar hleðslan á honum er komin niðurfyrir 20%, það gerist 1-2x á dag og keyrir rafstöðina í 1-2 tíma í senn þegar það er dimmt og engin vindur blæs, hinsvegar þegar vindurinn blæs hræssilega þá hlaða vindmyllurnar upp rafgeyminn og útvega það afl sem þarf til að keyra sendistaðinn, þegar minni vindur er þá hjálpa vindmyllurnar eitthvað til og lengja þannig tímann á milli þess sem ræsa þarf rafstöðina.
Áður fyrr þá gekk rafstöðin oft heilu dagana.
Gaman verður svo að sjá hvað sólarsellurnar gera þegar birta fer aftur næsta voru, sett verða upp 1200w af sólarsellum sem geta, yfir sumartímann, útvegað allt aflið sem sendistaðurinn þarf yfir daginn.
Strax á fyrstu vikunum eftir uppsetningu var ljóst að rafstöðin fer mun sjaldnar í gang og keyrir mun minna en áður. Gaman verður að sjá tölur um olíunotkun eftir nokkra mánuði og reikna út hver raunverulegur sparnaður er, ljóst er að hann ætti að verða töluverður.
Hér má sjá rafkerfi í uppsetningu í Benz Sprinter, þetta er 24 volta kerfi sem tekur hleðslu frá sólarsellum á bílnum, frá alternator og frá landtengingu ef bílnum er stungið í samband.
Heildarafl sem hægt er að draga af fullhlöðnum 24V 200Ah NetBerg LiFePO4 rafgeymi er um 5.12 kWh svo það þarf ekkert að passa sig neitt í notkun á rafmagni í þessum bíl. Til dæmis verður ekkert vandamál að baka vöfflur eða elda kjúkling í AirFryernum í þessum bíl 🙂 Hárþurrkan og kaffivélin alltaf með í ferð.
Búnaðarlisti:
* Victron MultiPlus ll 24/3000/70
* NetBerg Lithium 25.6v – 200ah
* Victron Lynx Power In
* Victron Lynx Smart Shunt 500
* Victron Lynx Distributor
* Victron Cerbo GX
* Victron GX Touch 70
* Victron Orion-Tr Smart 12/24-15 isolated DC-DC charger
* Victron Orion-Tr Smart 24/12-70 non-isolated DC-DC converter
* Victron SmartSolar MPPT 100/20
* Victron Smart Battery Protect 12/24/100a
Eins og alltaf, ekki hika við að kíkja á okkur eða heyra í okkur til að fræðast betur og fá upplýsingar um hvernig kerfi gæti hentað í þínu tilviki.

Hey kíktu í kaffi og piparkökur í dag og gerðu góð kaup hjá okkur.
Við erum í svakalegu stuði til að gefa afslætti sem eru alveg út úr kortinu!

Nýlega kom til okkar maður sem ætlar að fara að ferðast um heiminn á Ford Transit sem hann er að innrétta.
Hann var að leita að rafkerfi til að vera alveg sjálfbær á rafmagn og við teiknuðum upp og smíðuðum svo þetta frábæra Victron kerfi í bílinn hans.
Þetta kerfi getur afhent 5kWst af fullhlöðnum LifePo4 rafgeyminum og svo er hann hlaðinn upp með tveimur settum af sólarsellum, frá alternator bílsins og hægt er að stinga bílnum í landrafmagn og hlaða þá inn á 120 amperum á 24 voltum!
Búnaðarlisti:
* Victron MultiPlus ll 24/5000va/120amp
* Victron Lithium 25.6v – 200ah
* Victron Lynx Power In 1000
* Victron Lynx Smart BMS 500
* Victron Lynx Distributor 1000
* Victron Cerbo GX
* Victron GX Touch 50
* Victron Orion-Tr Smart 12/24-15 isolated DC-DC charger
* Victron Orion-Tr Smart 24/12-20 isolated DC-DC converter
* Victron SmartSolar MPPT 100/30
* Victron SmartSolar MPPT 75/15
* Victron Smart Battery Protect 12/24/100a
Hérna má sjá töfluna tilbúna til ísetningar í bílnum, við verðum svo með fleiri myndir þegar bíllinn kemur til okkar í ísetningu!
Eins og alltaf, ekki hika við að kíkja á okkur eða heyra í okkur til að fræðast betur og fá upplýsingar um hvernig kerfi gæti hentað í þínu tilviki.

Við hvetjum alla til að kaupa neyðarkallinn og styðja við bakið á björgunarsveitunum okkar sem eru alltaf til staðar fyrir okkur

- 1
- 2