LiFePO4 + LYNX + Multiplus-II kerfi í Sprinter
Hér má sjá rafkerfi í uppsetningu í Benz Sprinter, þetta er 24 volta kerfi sem tekur hleðslu frá sólarsellum á bílnum, frá alternator og frá landtengingu ef bílnum er stungið í samband.
Heildarafl sem hægt er að draga af fullhlöðnum 24V 200Ah NetBerg LiFePO4 rafgeymi er um 5.12 kWh svo það þarf ekkert að passa sig neitt í notkun á rafmagni í þessum bíl. Til dæmis verður ekkert vandamál að baka vöfflur eða elda kjúkling í AirFryernum í þessum bíl 🙂 Hárþurrkan og kaffivélin alltaf með í ferð.
Búnaðarlisti:
* Victron MultiPlus ll 24/3000/70
* NetBerg Lithium 25.6v – 200ah
* Victron Lynx Power In
* Victron Lynx Smart Shunt 500
* Victron Lynx Distributor
* Victron Cerbo GX
* Victron GX Touch 70
* Victron Orion-Tr Smart 12/24-15 isolated DC-DC charger
* Victron Orion-Tr Smart 24/12-70 non-isolated DC-DC converter
* Victron SmartSolar MPPT 100/20
* Victron Smart Battery Protect 12/24/100a
Eins og alltaf, ekki hika við að kíkja á okkur eða heyra í okkur til að fræðast betur og fá upplýsingar um hvernig kerfi gæti hentað í þínu tilviki.