Míla – Betri nýting á grænni orku og olíusparnaður
Bergur Haukdal2023-10-05T14:05:30+00:00Nýlega þá hafði Míla samband við okkur til að forvitnast um lausnir til að minnka olíunotkun og forgangsraða grænni orku.
Við vorum nú meira en tilbúin í svoleiðis lausn og settum upp pakka með eftirfarandi búnaði:
- Victron MultiPlus-II 48/5000
- Victron MPPT sólarsellustýring
- 2x Victron SmartShunt – til að mæla orku frá vindmyllum
- Victron Cerbo GX – tölva sem tengir allt saman og heldur utan um upplýsingar um notkun og framleiðslu í kerfinu
- NetBerg LiFePO4 51.2v 200Ah rafgeymir
Kerfið virkar þannig að það fylgist með stöðunni á LiFePO4 rafgeyminum og setur rafstöðina bara í gang þegar hleðslan á honum er komin niðurfyrir 20%, það gerist 1-2x á dag og keyrir rafstöðina í 1-2 tíma í senn þegar það er dimmt og engin vindur blæs, hinsvegar þegar vindurinn blæs hræssilega þá hlaða vindmyllurnar upp rafgeyminn og útvega það afl sem þarf til að keyra sendistaðinn, þegar minni vindur er þá hjálpa vindmyllurnar eitthvað til og lengja þannig tímann á milli þess sem ræsa þarf rafstöðina.
Áður fyrr þá gekk rafstöðin oft heilu dagana.
Gaman verður svo að sjá hvað sólarsellurnar gera þegar birta fer aftur næsta voru, sett verða upp 1200w af sólarsellum sem geta, yfir sumartímann, útvegað allt aflið sem sendistaðurinn þarf yfir daginn.
Strax á fyrstu vikunum eftir uppsetningu var ljóst að rafstöðin fer mun sjaldnar í gang og keyrir mun minna en áður. Gaman verður að sjá tölur um olíunotkun eftir nokkra mánuði og reikna út hver raunverulegur sparnaður er, ljóst er að hann ætti að verða töluverður.