Neyðarlínan og NetBerg – Grímsfjall
Fyrir nokkru þá hafði Neyðarlínan samband við okkur til að útbúa lausn til að nýta rafstöðvarkeyrslu betur á Grímsfjalli þar sem þeir reka Tetra sendi, einnig er þar fjallaskáli fyrir ferðafólk sem nýtir raforkuna frá þessu kerfi.
Það sem fæst út úr svona kerfi er að hægt er að keyra rafstöðina undir kjörálagi til að hlaða rafgeymana upp á stuttum tíma og svo er drepið á rafstöðinni og kerfin keyrð á rafgeymunum klukkutímum saman, þannig sparast olía, útblástur og rafstöðin endist betur.
Við settum upp Victron kerfi með NetBerg LiFePO4 rafgeymum:
Victron MultiPlus 48/15000
2x NetBerg LiFePO4 10kWst rafgeymar
Victron Lynx DC dreifing
Victron Cerbo GX